Ráðstefna ÖBÍ

Haldin var fjölmenn ráðstefna á vegum ÖBÍ og Vinnumálastofnunnar í samstarfi við Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins fimmtudaginn 22. mars 2007 undur forskriftinni “Ný tækifæri til atvinnuþátttöku”.   Hluti framkvæmdastjórnar Sjálfsbjargar sótti ráðstefnuna, formaðurinn Gunnar Ragnar Þórhallsson og Þórir Steingrímsson, gjaldkeri, en hann er formaður Heilaheilla.  Ráðstefnan var haldin í Gullhömrum og voru fyrirlestrar.  Geir H. Haarde, forsætisráðherra setti ráðstefnuna og síðan hélt Laila Gustavsen, ráðuneytisstjóri í Arbeids-og inkluderingsdepartementet, í Noregi athyglisverðan fyrirlestur um ætlan Norðmann undir „Arbeid, Velferd og Sosial Inkludering i Norge.“  Þá flutti Gunnar Kr. Guðmundsson, endurhæfingarlæknir fyrirlestur um „Starfsendurhæfing nútíð og framtíð – nýjar áherslur.“  síðan kom Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu og skýrði nefndarstörf örorkumatsnefndar forsætisráðuneytisins.  Eftir matarhlé flutti Toril Dale, undir heitinu “Vocational multidisciplinary rehabilitation – improving and increasing a field of knowledge.”  Þá kom Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ og Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og fluttu fyrirlestra, ásamt Hrafni Magnússyni, framkvæmdastjóri Landssamtaka Lífeyrissjóða.  Að lokum flutti Sigursteinn Másson, formaður ÖBÍ hvatningarorð undir yfirskriftinni „Nýtt hlutverk stjórnkerfis í samfélagi sem byggir á virkni og þátttöku.“ Fundarstjóri Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri Félagsmálaráðuneytinu.

Sjá myndir

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur