Vetrarstarfið hafið

Mánaðarlegi laugardagsfundur Heilaheilla var haldinn 2. september 2006 að Hátúni 12 við góða aðsókn.  Formaður Þórir Steingrímsson flutti sína skýrslu og gerði gein fyrir stöðu mála.  Kom fram í máli hans að Heilaheill hefur vaxið ásmegin og sóknarfæri væru orðin mörg í því að styrkja þá sem þurfa á því að halda og koma ýmsum fróðleik um heilaslag á framfæri.  Til að mynda stendur fyrir dyrum undirbúningur málþings HEILAHEILLA, undir yfirskriftinni “Heilaheill til framtíðar” samkvæmt ákvörðun stjórnar félagsins. Eru þau Ingólfur Margeirsson, rithöfundur, Albert Páll Sigurðsson, taugasérfræðingur og Ingibjörg Kolbeins, hjúkrunarfræðingur á LSH í undirbúningshópnum.  Munu fagaðilar, sérfræðingar á hverju sínu sviði, halda erindi með innskoti sjúklinga og aðstandenda; velta spurningum upp er varða heilaslag; endurhæfingu; samfélagslega þjónustu heim eftir útskrift; er endurhæfingu nokkurn tímann lokið og hvar kreppir að í þjónustunni o.s.frv. Drög að dagskrá eru komin og hugmyndin er að hafa panelumræður í lok málþingsins, sem er áætlað laugardaginn 21 október 2006. Þá kom fram í máli formannsins að fyrir dyrum standi að félagið hefji fræðslusamstarf í samvinnu við fræðslunefnd Landspítala háskólasjúkrahúss [LSH] á vegum Samstarfshóps taugasjúklinga [SAMTAUG] núna í september og október.  Er þetta í samræmi við yfirlýsingu sem aðilar skrifuðu undir 20. desember 2005.  Síðan vék formaðurinn að innra starfi félagsins, meðal annars að efla hópastarfið er hófs 1. apríl 2006, er hefur gefið góða raun.  Þegar hafa þeir hópar sem nú starfa, framvarðasveitin, fjáröflunarnefndin, aðstandendahópurinn, ferðanefndin, hópurinn í kring um styrktarsjóðinn Faðm, borið góðan árangur.  Ingólfur Margeirsson tók til máls og sagði nauðsyn á því að stofnaðir yrðu “samtalshópar” og hvatti fólk að taka þátt í þeim.  Bauð hann sig fram við að stýra þessum hópum, sem geta verið margvíslegir, og var því vel tekið.  Sagði hann að í því fælist að hvetja menn til dáða þótt þeir hafa fengið heilaslag með því að taka þátt í þessum umræðuhópum.  Sagði hann nokkuð áberandi að einstaklingar hefðu ranghugmyndir um sjálfan sig og aðra eftir áfallið og þetta væri liður í því að auka skilning þeirra á því.  Í ráði er að stjórnin hjálpi til við að skipuleggja þetta starf í byrjun í samráði við Ingólf og mun þess vera getið hér á heimasíðunni á næstunni.  Að loknu kaffi var farið yfir önnur framtíðarverkefni félagsins og svarað var nokkrum fyrirspurnum.  Fóru fundarmenn ánægðir af fundi og litu björtum augum á verkefnin framundan.     

Sjáið fleiri myndir hér!

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur