Undirritun við opnun endurnýjaðar dagdeildar á B2

Þann 20.12.2005 var undirrituð yfirlýsing um samstarf með Landspítala-háskólasjúkrahúss og félaga taugasjúklinga á taugadeild sjúkrahússins B2 í Fossvogi kl.14:00, að viðstöddum Jóni Kristjánssyni, heilbrigðisráðherra, er vottaði samkomulagið með undirskrift sinni.  Landspítali – háskólasjúkrahús (LSH) telur það skyldu sínaað rækta samband við almenning og ástunda samvinnu og samráð við hagsmunasamtök sjúklinga. Í samstarfi félaga taugasjúklingaeru eftirtalin félög: Félag MND – sjúklinga; Heilaheill; LAUF – Landssamtök áhugafólks um flogaveiki; MG – félag Íslands; MS – félag Íslands og Parkinsonsamtökin á Íslandi.  Sameiginlega lýsa þessir aðilar yfir vilja sínum til að eiga samstarf með skipulegum hætti um mál sem varða skjólstæðinga félaganna og tengjast  LSH.  Þessi aðilar stefna að því að vinna saman að því að fræða  almenning og sjúklinga og kynna viðkomandi sjúkdóma og einkenni þeirra sem víðast til að vinna gegn fordómum. Til að auðvelda samstarfið er komið á reglubundnum samráðsfundum milli stjórnenda og starfsmanna LSH annars vegar og fulltrúum félaganna hins vegar.  Þá verða og fundir með fulltrúum félaganna, svo og stjórnenda og starfsmanna taugalækningadeilda og endurhæfingarsviða og öðrum tengdum þjónustueiningum og þeir verði tvisvar á ári, haust og vor, eftir nánara samkomulagi.  Fundir fulltrúa félaganna og yfirstjórnar LSH verði einnig tvisvar á ári í kjölfar funda með áðurnefndum aðilum. Þá eru aðilar tilbúnir til að ræða og fjalla um önnur mál sem varða taugasjúklinga sérstaklega eftir því sem tilefni gefst til.  Við þetta tækifæri var spítalanum færðar gjafir og Þóra Sæunn Úlfsdóttir, form. Heilaheilla, afhenti Magnúsi Péturssyni, framkvæmdastjóra LSH, fyrstu eintökin af “Fyrstadagskorti” Heilaheilla sem ætlunin er að afhenta á fyrsta degi hverjum þeim er fær heilablóðfall.

YFIRLÝSINGIN HÉR  [1 + 2]

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur