Endurhæfing

Endurhæfing?

Er endurhæfing rétt skilgreind?

 

Sé farið eftir skilgreiningu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) á endurhæfingu sem miðar að því að skjólstæðingur nái aftur eins góðri líkamlegri, andlegri og félagslegri færni sem feli í sér öll þau úrræði er miða að því að draga úr áhrifum fötlunar og kostur er, þá er hún það á Íslandi.  Aftur á móti mætti skilgreina betur einstaka þætti endurhæfingar og hafa þá fleiri en frum- og viðhaldsendurhæfingu í huga, en þessi ferli endurhæfingar miðast við ákveðna færnisstaðla.  Í augum þiggjenda gæti endurhæfingarferlið verið skilgreint á efrifarandi hátt:

 

·        Bráðastig                            Bráðameðferð og endurhæfing

·        Endurhæfingarstig                 Frumendurhæfing

·        Framhaldstig                       Framhalds- og viðhaldsendurhæfing

 

2.      Hvernig er góð endurhæfing, hver eru lykilatriði í góðri endurhæfingu? Getið þið nefnt dæmi um slíka sem stunduð er hér á landi?

 

Það er mikilvægt fyrir þá sem verða fyrir slagi að endurhæfing sé miðuð við þarfir þeirra frá byrjun.  Það getur skipt sköpum fyrir vilja og getu sjúklingsins að takast á við áfallið sé meðferðin einstaklingsmiðuð, en slíkt eykur líkur á bata og að viðkomandi geti farið aftur út í atvinnulífið.  Í þessu sambandi má nefna þá sérhæfðu meðferð sem fer fram á Taugadeild B2, á endurhæfingardeild Grensás og á Reykjalundi.  Ef til vill mætti huga betur að starfs- og atvinnuendurhæfingu, því mikilvægt er fyrir slagsjúklingar geti snúið aftur út í atvinnulífið.

 

3.      Hverjar eru helstu hindranir/veikleikar í sambandi við endurhæfingu á Íslandi? Eru einhverjar lausnir og hverjar?  Hér er átt við frumendurhæfingu eftir að skerðing á sér stað, framhalds- og viðhaldsendurhæfingu og starfs- og atvinnuendurhæfingu.

 

Fráflæði sjúklinga sem komast ekki eða of seint annað í endurhæfingu, mannekla og húsnæðisskortur stendur bráðameðferð og frumendurhæfingu slaga mest fyrir þrifum á Taugadeild LSH.  Þeir sjúklingar sem hafa litla fötlun og eru fljótir að ná sér endurhæfast á taugadeild LSH.  Vegna ofangreindra þáttaer ekki hægt að sinna þeirri endurhæfingu sem skyldi.  Húsnæðisskortur og mannekla á Grensásdeildar stendur frumendurhæfingu mest fyrir þrifum.  Á Grensás hefur verið starfandi endurhæfing frá 1973 og hefur því mikil þekking skapast þar hvað endurhæfingu varðar.  Á legu- og dagdeildum á Grensási hefur aðaláherslan verið lögð á endurhæfingu eftir slag auk endurhæfingar eftir slys, svo sem fjöláverka, mænuskaða og höfuðáverka.  Fyrst og fremst er um frumendurhæfingu að ræða auk eftirfylgni innan ákveðinnar sérhæfingar (þ.e. mænuskaða).  Einnig hefur þar verið lögð áhersla á endurhæfingu eftir ýmsar bæklunaraðgerðir svo sem liðskipti, en eins og má gera ráð fyrir er mikill kostnaður sem fylgir því að bíða eftir slíkri aðgerð.  Stækkun Grensásdeildar myndi bæta endurhæfinguna, stuðla að meiri framförum, e.t.v. stytta legutíma og auka líkur á að sjúklingar komist aftur út í atvinnulífið.  Einnig hefur verið reki öflug endurhæfing á Reykjalundi, en þar hefur verið lögð m.a. áhersla á stafsendurhæfingu.  Skort hefur á skipulag framhalds- og viðhaldsendurhæfingu.  Rétt er að slík endurhæfing sé í nánum tengslum við þær stofnanir sem veita frumendurhæfingu.

 

4.      Eru einhvers staðar ónýtt tækifæri í endurhæfingu hér á landi? Í húsnæði, hugmyndafræði, staðsetningu eða mannafla?

 

Það þyrfti að huga betur að starfs- og atvinnuendurhæfingu á fyrstu stigum endurhæfingar.  Réttast væri að hugsa sér endurhæfingu sem stöðugt ferli án skarpra skila milli fasa.  Til að tryggja slíkt væri réttast að öll endurhæfing færi fram á sama stað og helst undir sama þaki.  Mikið gagn er á “sjálfþurftar” hópum, þar sem bæði sjúklingar og aðstandendur þeirra, sem eru á sama stigi í sínum sjúkdómi / endurhæfingu geta rættsaman í ákveðnum hópum.  Með því að byggja við fyrirliggjandi stofnanir eins og Grensás, væri hægt að skapa aðstöðu fyrir mismunandi sjúklingafélög, sem síðar gætu rekið þetta starf.  Í þessu sambandi mætti hugsa sér að hafa kaffisölu, sem væri rekin af eikaaðlinum, þar sem sjúklingar og aðstandendur gætu hist.  Einnig mætti hugsa sér að aðstæða fyrir stafsendurhæfingu væri á þessum stað.

 

5.      Hvernig væri heppilegt heildarskipulag endurhæfingar á landinu? Hér er verið að velta fyrir sér hlutverkum og verkaskiptingu stofnana, göngudeilda o.s.frv. og staðsetningu m.t.t. landshluta.

 

Heilaheill telur réttast að öll endurhæfing slagsjúklinga sé í nánum tengslum við þær stofnanir sem nú þegar stunda endurhægingu, en ekki dreifð víðar eins og á heilsugæslustöðvar eða á prívat endurhæfingarstöðvar út í bæ.  Það mætti hugsa sér að þær endurhæfingarstofnanir sem nú eru starfandi á stór-Reykjavíkursvæðinu myndu sérhæfa sig en frekar hvað sjúkdóma varðar.  Mikilvægt er að byggja upp göngu og daldeildaþjónustu við þessar stofnanir, því markmið endurhæfingar er að koma fólki aftur út í lífið.  Með öflugri dag- og göngudeildaþjónustu mætti spara mikinn pening sem liggur í því að hafa sjúklinga inniliggjandi á stofnunum.  Einnig mætti hugsa sér að aðstaða fyrir starfs- og atvinnuendurhæfingu væri við þessar stofnanir.  Einnig væri æskilegt að skapa aðstöðu fyrir sjúklingafélög í nánum tengslum við endurhæfingarstofnanir.  Afar mikilvægt er fyrir sjúklinga og aðstandendur að komast í samband við fólk sem lent hefur í svipaðri aðstöðu, því þeir geta lært mikið að hvorum örðum.  Í þessu samandi mætti hugsa sér að skapa aðstöðu fyrir ákveðna hópa sjúklinga og aðstandenda e.t.v. í tengslum við einkarekið kaffihús.  Það er starfandi endurhæfing á Kristnesi, og telur Heilaheill að uppbygging þar lúti sömu lögmálum og áður er nefnd.  Einnig mætti hugsa sér að byggja upp endurhæfingaraðstöðu áAusturlandi, en þetta byggðarlag er í örum vexti. 

 

 

 

 

_____________________________________

Þórir Steingrímsson formaður

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur