Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona, varaborgarfulltrúi og formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar heimsótti Laugardagsfund HEILAHEILLA 7. maí s.l.. Eftir stutta skýrslu Þóris Steingrímssonar formanns um félagið, las leikkonan upp úr bók Ingólfs heitins Margeirssonar, Afmörkuð stund, við mikla kátínu fundarmanna. Eins og mönnum er kunnugt skrifaði Ingólfur bókina um lífið og tilveruna eftir heilablóðfall í gamansömum tón. Var hann félagi og sat í stjórn umnokkurra ára skeið, skömmu áður en hann lést. Eftir að fundarmenn fengu sér kaffi og meðlæti sat Ilmur fyrir svörum sem formaður Velferðarráðs og margar fyrirspurnir bárust. Var spurt um m.a. um N.P.A o.s.frv. og samskipti einstaklinga og velferðarþónustunnar á höfuðborgarsvæðinu. Að lokum var henni þakkað fyrir heimsóknina og héldu hver til sinna heima.