Norræn samvinna
Laugardaginn 25. febrúar 2012 kl.12:00 var söguleg norræn ráðstefna Gardemoen við Osló, Noregi, félaga slagþola á Norðurlöndum með fyrirlestrum um fyrirbyggjandi aðgerðir, í tengslum við gáttaflökt. Ráðstefnan stóð fram að hádegi á sunnudaginn 26. febrúar 2012.
Var þetta fyrsta samnorræna ráðstefnan innan heildarsamtakanna SAFE (Stroke Alliance For Europe) er fjallar um málefnið innan Evrópu.
Fyrir Íslands hönd sóttu þau Albert Páll Sigurðsson, taugalæknir, Valgerður Hermannsdóttir, hjúkrunarfræðingur og Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA ráðstefnuna og var Þórir með kynningu á félaginu og starfsemi þess fyrir ráðstefnugestum.
Þarna fór fram kynning á hættunni er stafar af gáttatifi og blóðþurrðarslagi sem því getur fylgt. Mikilvægt er að fólk átti sig á þessu og fái viðunandi meðferð. Einnig verða lögð drög að frekari samstafi norrænna þjóða hvað slag varðar.
Hægt er sjá hér yfirlýsingu er gefin var út í lok ráðstefnunnar hér.