Að vanda voru Akureyringar með sinn reglulega “Þriðjudagsfund” í Stássinu á Greifanum á Glerárgötu s.l. þriðjudag. Var þetta fyrsti fundurinn á þessum vetri.
Hafa þessir fundir verið jafnan vel sóttir af slagþolendum, aðstandendum þeirra svo og fagaðilum. Menn hafa lagt leið sína alla leið frá Húsavík og Ólafsfirði, til að vera meðal þeirra er hafa fengið slag og deilt með hverjum öðrum reynslusögur. Er þessi fundur mjög mikilvægur norðanmönnum, er hafa það hlutverk að taka þátt í óeigingjörnu starfi félagsins undir öflugri stjórn Páls Árdal, með dyggri aðstoð Helgu Sigfúsdóttur, sjúkraþjálfara o.fl..