Við ferðumst í HEILAHEILL og áætlunin er þessi:
Kl. 10:00 Frá Hátúni 12 og farið verður sem leið liggur yfir Hellisheiði, framhjá Hveragerði, til Stokkseyrar um Selfoss, síðan Veiðisafnið og Þuríðarbúð á Stokkseyri og Kirkjan og Húsið á Eyrarbakka. Kl 12:00 Hádegisverður með sjávarréttasúpa í veitingahúsinu Hafið Bláa við Ölfusárósa og síðan farið á Hafnardaga í Þorlákshöfn. Þá Strandakirkja skoðuð og síðan farið í Selvog. Drukkið síðdegiskaffi í T-bæ í Selvogum og þá keyrt síðan með strönd Vogsósa og Herdísarvíkur, farið til Krísuvíkur og heim.
Sigmar Þór Óttarsson kennari og háskólanemi með meiru verður leiðsögumaður.
Allt þetta á kr. 4.500,-
Skráið ykkur undir hnappinum “Umsóknir”