Laugardaginn 17. mars héldu fulltrúar HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson formaður og Baldur Kristjánsson stjórnarmaður til Ísafjarðar og funduðu með heimamönnum, sjúklingum, aðstandendum og fagaðilum á HVEST (Heilbrigðisstofnun Vestfjarða) með góðri aðstoð Harðar Högnasonar, hjúkrunarfræðings er hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá stofnuninni.
Var þetta liður félagsins í að stuðla að vitund almennings um slagið (heilablóðfallið) um allt land, útbúa fræðsluefni, standa fyrir fræðslustarfsemi, vera málsvari og standa vörð um hagsmuni félagsmanna og bjóða upp á stuðning og ráðgjöf. HEILAHEILL vinnur á sviði félagasamtaka og í samvinnu við þau, er starfa á sviði endurhæfingar, málefnum fatlaðs fólks, forvarna, fræðslu og fjölskyldu- og jafnréttismála.
Með þessu er félagið að vinna að þessu sinni að verkefnum er hvetja til sjálfstæðis og aukinnar virkni og þátttöku í samfélaginu með sérstakri áherslu á ungt fólk sem býr við félagslega einangrun.
Eftir fyrirlestur þeirra voru bornar fram margar fyrirspurnir og fundarmenn gæddu sér á kaffi á meðan og héldu öllu fróðari heim á leið. — with Baldur Kristjánsson.