Föstu – og laugardaginn 20.-21. apríl 2018 sátu fulltrúar HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, formaður og Birgir Henningsson, stefnumótaþing ÖBÍ (Öryrkjabandalag Íslands) á Grand Hóteli Íslands. Fyrir sefnamótaþingið var lagt fram álit og mat sex málefnahópa, er störfuðu samkvæmt nýjum lögum ÖBÍ 2014 og formenn þeirra voru kosnir á aðafundi 21. október 2017.
Stjórn ÖBÍ valdi 6 manns eftir tilnefningum frá aðildarfélögunum, til setu í hverjum hópi. En hóparnir eru um aðgengi; um atvinnu- og menntamál; um heilbrigðismál; um kjaramál; um sjálfstætt líf og um málefni barna. Þessi álit voru tekin fyrir af þinginu í þremur lotum, ein fyrra kvöldið og tvö seinni daginn. Vel var séð um fulltrúana á meðan ráðstefnunni stóð, kaffi á hvers manns borði og vel útilátinn hádegisverður seinni daginn.
Var þessi vinna gefandi fyrir þátttakendur og vænst er af góðum árangri HEILAHEILLA með veru í ÖBÍ.