Stjórnarfundur í Oddsstofu, Sigtúni 42, 105 Reykjavík fimmtudaginn10. mars kl.17:00 með tengingu á Akureyri.
Mættir Þórir, Axel, Baldur og Páll í fjarfundarbúnaði.
Gengið var til dagskrár.
|
Formaður gefur skýrslu.
Greindi hann m.a. frá þemur styrkjum eru væru í farvatninu; Greiðslu- og útgáfuáætlun á SLAG-APPINU; erum þegar í samstarfshópum Active ables með t.a.m. með íslenskum hjúkrunarfræðingum; ráðuneytið setur fram greiðsluáætlun og sendir okkur. Þykir spennandi; Umsókn til ÖBÍ fyrir 2016 í umsjá formanns, Axels og Kolbrúnar.
Tilkynning til Ríkisskattsstjóra
Tilkynning til Ríkisskattsstjóra um nýja stjórn, fundargerð aðalfundarm 2016 og reikninga 2015 undirrituð.
Sumarferðalag sumarsins
Sumarferðalag sumarsins rædd og rætt um að hafa skoðanakönnun á heimasíðunni. Fyrri hluti sumars talinn heppilegri. Formaður tali við Bjarna Sigurðsson og geri tillögur um fyrirkomulag sumarferða og hvert verði farið.
Ferðir fulltrúa til útlanda
Samþykkt að Axel Jespersen og Bryndís Bragadóttir fari á Nordiska afasírådet í apríl og Þórir Steingrímsson, formaður, Páll Árdal og Magnûs Pálsson fari á svæðisbundins ráðstefnu í OSLO á vegum SAFE í júní.
Krditkort handa gjaldkera
Stjórnin samþykkti það að gjaldkeri hafi kreditkort sem og formaður.
Önnur mál
Tillaga um að gerður verði samningur við Bryndísi sem annast málstolið. Rætt er um 4000 kr. fyrir tímann. Hún er með einn tíma núna en stefnt er að tveimur tímum næsta vetur. Sagt frá söngtímum Lofts Erlingssonar, en hann tekur málstola fólk í söngtíma á Selfossi. Páll ætlar að spyrjast fyrir nyrðra um það hvernig málum er háttað eða hvaða tækifæri eru.
Fleira gerðist ekki,
Fundi slitið.
Baldur Kristjánsson
Fundarritari