Stjórnarfundur í Oddsstofu, Sigtúni 42, 105 Reykjavík fimmtudaginn 14. apríl kl.17:00.
Mættir:
Þórir Steingrímsson, Axel Jespersen, Gunnhildur Hjartardóttir og Kolbrún Stefánsdóttir
Boðuð forföll:
Baldur Kristjánsson, Páll Árdal
Dagsrká:
Formaður skýrir stöðu félagsins |
1. Skýrsla formanns:
Þórir gaf skýrslu af m.a. því að hann hefði haldið fyrirlestur hjá Vinnueftirliti Ríkisins þar sem hann hélt kynningu á Heila-appinu og hefði það hlotið verðskuldaða athygli. Enn fremur skýrði hann frá að hann sjálfur ásamt Páli Árdal og RAX hygðust fara norður og austur á land til að styðja undir og virkja landsbyggðarfólkið til samstöðu slagþolenda.
2. Slagorðið
Útgáfumál Slagorðsins. Samþykkt var að hafa útgáfu með sama hætti og með sömu aðilum og komu að á síðasta ári. Óskað var eftir að stjórnarmeðlimir fengju blaðið til yfirlestrar áður en það færi í prentun, og var það samþykkt.
3. NORDISK AFASIRÅD
Axel gaf skýrslu af Osloför “Málstolsteymis”, Axels og Bryndísar og studdist við skýrslu sem er hér í viðhengi. Var helst af því að segja að stjórnin mun fylgjast með framvindu ævintýraferðar finnnska hjólagarpsins og reyna að virkja landa okkar til stuðnings þessari hetju og vekja þar frekar athygli á málstoli á íslandi og eins til að kynna Heila-appið.
4. Heila-app
Þá er af Heila-appinu að segja að 08.04.2016 undirrituðum við samning við SPEKTRA um útgáfu á appinu og fáum von bráðar frumgerð til að prufukeyra í sumar. Gangi allt að óskum verður slegið til veislu í haust.
5. Sumarferð
Hvað sumarferð varðar er verið að kanna hvort fólki hugnist frekar að fara í þessa ferð fyrri- eða seinnipart sumars og eins hvort fólki hugnist frekar að fara í Breiðafjörðinn eða Skóga, en eins og kunnugt er þá féll ferðin niður síðasta ár.
Fundarritari
Axel Jesperse
Skýrsla undir tl. 3.
MÁLSTOL VOR 2016
Til fundar fóru fyrir hönd Heilaheilla Axel Jespersen og Bryndís Bragadóttir. Bruno mætti einn fyrir hönd Dana og Tom sömuleiðis einn fyrir Finna, Lars mætti fyrir Svía ásamt Berit sem hefur ekki verið áður og síðan voru Marianne og Ellen fyrir Noreg. Eftir að nefndarmenn voru búnir að kynna sig hélt gestur Afasirådsins, Monica Kloph fyrirlestur um rannsóknir sínar sem hún hafði unnið með við að verja doktorsritgerð sína en hún snerist um að meta hvort þjálfun á öðrum máli en móðurmáli sjúklings hefði áhrif á færni til að ná tökum á móðurmálinu. Það hafa verið uppi vangaveltur um þetta víðar en á íslandi en allir sjúklingarnir sem tóku þátt í verkefninu voru af erlendu bergi og höfðu Norsku sem annað mál. Næst var farið yfir fjármálin og þar liggur sjóður upp á tæpar 30.000- Nkr sem veitir ekki af ef Nordisk Afasiråd fer út í einhverjar aðgerðir. Fjárframlög sem félagið fær er einungis ætlað að standa undir rekstri og hefur þessi sjóður orðið til þegar ekki hefur verið full mæting því þá þarf ekki að leggja út fyrir kostnaði sem fylgir. Á öðrum degi vorum við að meta hvort og þá hvað við gætum gert sameiginlega til að vekja athygli á málstolinu og þá segir Tom frá því að landi hans sem hafði fengið slag ungur hefði á síðasta ári hjólað til áheita og hefði síðan í framhaldinu boðist til að hjóla fyrir Málstolið í sumar en hann ætlar að hjóla frá Finnlandi og þvert yfir Svíþjóð til Noregs, og norður upp eftir Noregi og þaðan til Finnlands aftur en þetta eru 5.000 km. Þá var stungið upp á að virkja hjólreiðarmenn til að hjóla með honum til fylgdar og stuðnings og vekja þá vonandi meiri áhuga á framtakinu. Þetta verður vonandi þegið og er nokkuð spennandi ævintýri. Þá var farið yfir ársskýrslur og þar voru félagar okkar búnir að gera nokkuð margt til að vekja á sér athygli . Það er óhætt að við fáum að finna fyrir smæð okkar á þessum vettvangi enda örfáar sjálfboðahendur að keppa við her fagfólks. Axel Jespersen |