Slagþolendur á Norðurlandi komu sér saman, þeir sem áttu heimangengt, á Greifanum á Akureyri í gær. Þarna hittust slagþolendur, aðstandendur og fagaðilar og áttu góða stund saman undir kaffibolla. Þau Páll Árdal s:691 3844 og Helga Sigfúsdóttir hafa haldið vel á málum á Norðurlandinu og eru fús til ráðgjafar um félagið og tilgang þess fyrir hvern þann sem leikur forvitni á að vita hvernig félagið starfar. Þá geta allir einnig hringt í félagið sjálft, sem er á landsvísu, í 860 5585. Auk þess er hópurinn á norðurlandi með sérhóp inn á Facebook sem allir geta séð. En alltaf bætast nýir í hópinn og samkvæmt síðustu tölum eru u.þ.b.2 sem fá slag hér á landi á dag, – en fer fækkandi sem betur fer!
Þá eru fulltrúar norðanmanna í stjórn félagsins og hefur það gefið góða raun. Á næstu dögum fara tveir fulltrúar HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson formaður ogPáll Árdal stjórnarmaður, á ráðsefnu norrænu félaga slagþolenda, “SLAGFORENINGERNA I NORDEN” í Osló, þar sem menn bera saman bækur sínar og mynda samstöðu fyrir framtíðina. Eru alllir hvattir til að taka þátt og vera með félagsstarfi landsmanna.