Nú er framundan Reykjavíkurmaraþon og þegar er kominn metfjöldi hlaupara er stefna á þátttöku í maraþoni (42,2 km) en 1.037 hafa skráð sig í vegalengdina. Gamla þátttökumetið var sett í fyrra þegar 977 skráðu sig í maraþon.
10 km hlaupið er vinsælasta vegalengdin líkt og undanfarin ár en rúmlega helmingur skráða þátttakenda stefnir á að hlaupa þá vegalengd eða 4103. Einnig er hægt að velja um að skrá sig í hálft maraþon, 3 km skemmtiskokk, Latabæjarhlaup og boðhlaup þar sem 2-4 skipta á milli sín maraþonvegalengdinni. Allir aldurshópar og getustig ættu því að geta fundið vegalengd við þeirra hæfi.
Skráðir erlendir þátttakendur eru nú rúmlega 2.000 og af 60 mismunandi þjóðernum. Flestir erlendu þátttakendanna koma frá Bandaríkjunum, 468 manns og næst flestir frá Bretlandi, 353. Þá eru skráðir Þjóðverjar 219 talsins, Kanadabúar 193 og Norðmenn 106.
Netskráningu í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hér á marathon.is lýkur fimmtudaginn 21.ágúst kl.13. Einnig verður hægt að skrá sig í hlaupið á skráningarhátíð í Laugardalshöll en þá er þátttökugjaldið hærra. Fulltrúar félagsins verða á staðnum!