Páll Árdal fór á vegum Heilaheilla á Norðurlandi á fund með nemum í framhaldsnámi í heilbrigðisvísindum á Akureyri 11.02.2014. Nemendurnir eru allir í framhaldsnámi í heilbrigðisvísindum og tilheyra ýmsum fagstéttum, s.s. hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar. Á fundinum var einnig aðili frá lungnasjúklingum. Hélt Páll u.þ.b. 10 mínútna ræðu um reynslu sína af heilbrigðiskerfinu, hjúkrun, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og líka hvernig fjölskyldan og aðrir brugðust við. Bornar voru fram margar fyrirspurnir og þeim svarað og var gerður góður rómur að.