Lagt var af stað frá umferða miðstöðinni á Akureyri og haldið á Safnasafnið á Svalbarðströnd, margt var þar að sjá og höfðu menn gaman af heimsókninni. Síðan var haldið að Sólgarði í Fnjóskadal og teknir upp tveir félagar sem komu með í ferðina. Goðafoss var næstur á dagskrá og hann skoðaður, var mjög mikið vatn í honum vegna vatnavaxta. Kíkt var í búðina á Fosshóli. Var síðan haldið að Laugum og teknir fleiri með. Borðað var á Selhóteli, þar var hlaðborð og gerðu menn sér gott af matnum sem í boði var. Eftir matinn var haldið að Dimmuborgum og þær skoðaðar, haldið var að Námaskarði og hveraröndin skoðuð. Ófært var um Hólmatungu og var hætt við að fara að Dettifossi vegna þess að það var ekki hægt að keyra hringinn niður í Axarfjörð. Kom fram tillaga um að skoða Kröfluvirkjun og Víti, var farið þangað og skoðað.
Víti kom mönnum mjög á óvart, hvað það var stórt og mikill snjór þar. Farið var heim um Laxárvirkjun og Fljótsheiði, komið var til Akureyrar kl 19.00 og höfðu menn mjög gaman af ferðinni.