Heilaheill á Norðurlandi hélt síðasta fund vorsins á Greifanum þriðjudaginn 14. maí, eftir mikinn snjóavetur og var mjög góður, menn spjölluðu um margt. Rætt var um ferð Heilaheilla á Norðurlandi er verður farin laugardaginn 8. júní. nk. Lagt verður af stað kl. 10.00 og farið verður í Mývatnsveit. Komið verður við í Dimmuborgum. Þá er fyrirhuguð hressing á leiðinni en ekki er á hreinu hvar það verður. Ef að fært verður að Dettifossi, Hólmatungum og Hljóðaklettum, verður farið þangað, annars verða skoðaðir aðrir áhugaverðir staðir í Mývatnsveit. Farið verður til Húsavíkur og jafnvel á Byggðasafn Þingeyinga.
Fólki er bent á að það er gott að hafa með sér nesti ef það verður farið að Dettifossi, vegna þess að ekki er hægt að kaupa sér neitt þar. Heimkoma er áætlið um kl. 19.00. Ferðin kostar ekkert, en fólkþarfsjálft að borga inn á söfn og máltíðir og er beðið að skrá sig sem fyrst svo það verði vitað hve margir komi, hjá Heilaheill eða hjá Páli í síma 691-3844.