
Heilaheill á Norðurlandi hélt sinn mánaðarlega fund þriðjudaginn 9 apríl á Greifanum. Vel var mætt og fengu menn sér góðan mat að borða. Ákveðið var að fara í ferð í Mývatnssveit og skoða þar Dimmuborgir, fara að Dettifossi og aka niður í Kelduhverfi og koma svo við á Húsavík á heim leið. Nákvæm ferðaáætlun verður gefin út síðar. Í ferðinni verður kosið í ferðanemnd sem á að koma með tillögu um ferð á næsta ári. Þessi ferð verður farin laugadaginn 8. júní. Margt var annað spjallað og fóru menn ánægðir af fundi. Munið næsti fundur verður 14. maí 2013 á sama stað.