Fagráð HEILAHEILLA, sem er skipað Alberti Páli Sigurðssyni, lækni sem er jafnframt formaður ráðsins, Ólöfu Guðnýju Geirsdóttur, næringarfræðingi, Eddu Þórarinsdóttur, leikkonu, Marianne Elisabeth Klinke, taugahjúkrunarfræðingi og Þóri Steingrímssyni, formanni félagsins, stendur í ströngu þessa daganna við að undirbúa árlega SLAGDAGINN. Hann verður haldinn í Kringlunni, Smáralindinni í Reykjavík og á Glérártorgi á Akureyri 27.10.2012 kl.13-16. Megin áhersla verður lögð á hjartagalla, sérstaklega gáttatifs, er getur valdið slagi. Gestir og gangandi eru teknir tali og athygli þeirra vakin á áhættuþáttum er leiða til slags. Telur félagið sig með því sé það aðbjarga mannslífum og vill kenna almenniningi að taka á sér púlsinn, – og þekkja hann!