Það var ekki í kot vísað þar sem Kjartan Ragnarsson, staðarhaldari Landnámsetursins í Borgarnesi, þekktur sem leikari og leikstjóri, tók á móti fjölmennum ferðahópi HEILAHEILLA og HJARTAHEILLA, er lagði upp í sína árlegu sumarferð 2012. Þar var farið með skemmtilegum hætti yfir sögu Borgarness og landnámi þar. Af nógu var að taka. Þegar ekið var upp úr Hvalfjarðargöngunum tók á móti hópnum fararstjóri frá Borgarnesi og fræddi ferðamenn um staðinn og “barnasögu” þjóðarinnar. Þegar komið var í Borgarnes, þá stýrði Dagmar Bartmarz leiðinni, þar sem hún hafði dvalið í Borgarnesi hér á árum áður. Á meðan landnámsýningunni stóð var snædd súpa og salat og gáfu ferðamenn sér nægan tíma. Þá var barnasýningin skoðuð og eftir það var farið í kaffi og kökur, sem voru vel úti látnar. Að því loknu var farið heim á leið. Allir voru himinn lifandi eftir þessa reynslu og þökkuðu mikið fyrir sig.