Þau Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla, Albert Páll Sigurðsson, taugalæknir og stjórnarmaður í Heilaheill, Valgerður Hermannsdóttir, hjúkrunarfræðingur og stjórnarmaður í Hjartaheilla, sátu stofnfund félaga slagsjúklinga, Noregs, Svíþjóðar, Danmörku, Færeyja, Íslands og Finnlands í Osló 25-26. febrúar sl., þar sem þessi Norðurlönd áttu öll sína fulltrúa, en það hefur ekki gerst áður. Fyrri daginn héldu þeir Albert Páll, prófessor David Russel frá Noregi, professor Hans Ibsen frá Danmörk, prófessor Mårten Rosenqvist frá Svíþjóð fyrirlestra um slagið og forvarnaratriði er mikið var að læra af. Seinni daginn kynntu aðildarlöndin sig og stóð Þórir fyrir kynningu á HEILAHEILL á ráðstefnunni fyrir Íslands hönd.