Fundur Heilaheilla á norðurlandi var haldinn á veitingarhúsinu Greifanum
þriðjudaginn 14 febrúar sl. Þórir Steingrímsson formaður Heilaheilla talaði við fundarmenn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Skype og ræddi um starf félagsins og svaraði spurningum fundarmanna. Sýnd var kvikmynd um Hafliða Ragnarsson, slagþola, verðlaunahafa í konfektgerð, eiganda Mosfellsbakarís, þar sem hann rekur sjúkdómssögu sína og endurhæfingu. Þá var sýnd kvikmynd um Guðrúnu Jónsdóttur og Sigurð H. Sigurðsson er
söfnuðu miklum fjármunum fyrir félagið árið 2006 er hann hljóp með hana í hjólastól fullt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu. Sýndar voru ljósmyndir teknar af RAX meðan fólk fékk sér súpu. Þá voru einnig sýndar myndir sem teknar voru í ferð Heilaheilla á Norðurlandi sl. sumar.
Aðalfundur Heilaheilla verður svo í Stássinu á Greifanum með fjarfundarbúnaði laugardaginn 3. mars frá kl. 11.-13. Boðið verður upp á súpu og salatbar og eru allir félagar á Akureyri hvattir til að mæta!