Góður og fjölsóttur fundur var í húsakynnum að Síðumúla 6 er HEILAHEILL hélt sinn reglulega laugardagsfund nú desember 2011. Þórir Steingrímsson formaður gaf skýrslu um starfið frá síðasta laugardagsfundi, er var í Borgarleikhúsinu í nóvember. Greindi hann frá samskiptum við SAFE og hvers væri að vænta í þeim samskiptum.
Þá komu þær María Inga Hannesdóttir lestrarsérkennari og Bryndís Bragadóttir, nuddari og kynntu íslenskt tölvuforrit, t.d. fyrir málstolssjúklinga o.fl. Þá kom Hjalti Rögnvaldsson leikari og las upp úr bókinni „Hvernig ég kynntist fiskunum“ eftir tékkneska rithöfundinn Ota Pavel (1930-1973), í þýðingu Gyrðis Elíassonar, sem er rómað safn samtengdra frásagna sem byggja á bernskuminningum höfundar. Þá komu þau Pálína Vagnsdóttir og Jón Ívars og sungu fundarmenn inn í jólin.