Fundur 24. febrúar 2021

Fundurinn hófst kl.16:00 með nettengingu á vegum félagsins og Þórir Stein-grímsson, formaður HEILAHEILLA, bauð þátttakendur velkomna, en þau voru, auk hans Björn Logi Þórarinsson lyf- og taugalæknir (ESO); Þórunn Hanna Halldórsdóttir yfirtalmeinafræðingur á Reykjalundi;  Finnbogi Ja-kobsson, taugalæknir á Grensásdeild; Ingibjörg Sveinsdóttir, hjúkrunarfræð-ingur á Neskaupstað; Þóra Andrésdóttir, hjúkrunarfræðingur; Guðrún Jónsdóttir heimilislæknir/ sjúklingur HEILAHEILL (SAFE) og Kristín Ásgeirsson, hjúkrunarfræðingur á B2.  

Eftir stuttan inngang tók Finnbogi Jakobssyni, taugalæknir á Grensásdeild við og flutti afar góðan fyrirlestur (sjá hér) um sögu og skipulag endurhæf-ingar í dag hér á landi.  Spunnust umræður um endurhæfingu og talmeina-fræðingsþjónustu, sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins.  Eftir hans erindi veltu þátttakendur fyrir sér hugtökum, nöfnum, skilgreiningu og stöðu endurhæfingar eftir heilablóðfall.  Í lokin var Þórunn Hanna Halldórsdóttir yfirtalmeinafræðingur á Reykjalundi hvött til að hafa forgöngu um fyrirlestur um málstol á næsta fundi, en hún veitir nú um þessar mundir formennsku í NORDISK AFASIRÅD á vegum HEILAHEILLA og flutti ásamt öðrum talmeinafræðingum, fyrirlestur um málstol á alþjóðlega slagdeginum 29. október s.l. og má sjá þá hér og umfjöllunina hér!

Var ákveðið að hafa næsta fund tengslanetsins 10. mars kl.16:00 með orðum eins þátttakandans: “Ekki gleyma að skrifa i dagatalið 10. mars kl:16 sérstaklega fagfólk utan höfuðborgarsvæðisins, þetta er efni sem er mikið hagsmunamál fyrir sjúklinga utan við “Borg óttans” 😊, þó að þetta sé ekki hluti “akút-meðferðar”, þá er þetta hagsmunamál sem við þurfum öll að skilja og styðja kröftuglega við eflingu talmeinaþjónustu!”