Fundur 10. feb 2021

Fundurinn hófst kl.16:00 með nettengingu á vegum félagsins og Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, bauð þátttakendur velkomna, en þau voru, auk hans Björn Logi Þórarinsson lyf- og taugalæknir (ESO);  Dr. Marianne E. Klinke forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og tauga-endurhæfingasjúklinga, Finnbogi Jakobsson, taugalæknir á Grensás-deild; Ingibjörg Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Neskaupstað; Súsanna Björg Ástvaldsdóttir‎, yfirlæknir og umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og Guðrún Jónsdóttir heimilislæknir/ sjúklingur HEILAHEILL (SAFE).  Megin tilefni fundarins var að kynna framkvæmdaáætlun, aðgerðaráætlun, og fylgdi Björn Logi Þórarinsson henni úr hlaði.

Fyrir liggur greiningarmat og ræddi hann um landsáætlun við slagi á Íslandi (National Stroke Plan in Iceland) er skráð framtíðarsýn um þjónustu í kjölfar slags sem spannar alla keðju meðferðar og þjónustu  “frá sjónarmiði þiggjenda” þjónustunar/sjúklingum og aðstandendum

Aðgerðaráætlun gegn slagi á Ísland  (Action Plan for stroke in Iceland) – er skráð framtíðarsýn um heildstæða uppbyggingu slagþjónustu/kerfis “frá sjónarmiði veitenda” þjónustunar/fagfólki og innleiðing  hennar

Þá sá hann fyrir sér framkvæmdarhóp (National committee) skipaður einstaklingum úr tengslaneti, fag- og sjúklingasamtaka, heilbrigðisstofnanna, velferðarráðuneytis. Þá ræddi hann um gerð verði innleiðingaráætlun (markmið og undirmarkmið, vörður og tímlína) er stýra innleiðingu í samræmi við aðgerðaráætlun SAP-E, (Stroke Action Plan for Europe).

Að umræðum loknum var lagt við Finnboga Jakobssyni, að hann kæmi með erindi á næsta fundi sem áætlaður er 24. febrúar n.k. kl.16:00.

MYNDBAND