Heillaráðið

HEILLARÁÐ

HEILLARÁÐ

HEILLARÁÐ samanstendur af fulltrúum deilda og kom saman miðvikudaginn 23. maí á LSH Fossvogi. Bar margt á góma og m.a. að félagið væri að vinna að velferðar- og hagsmunamálum þeirra sem hafa orðið fyrir heilaskaða af völdum slags, það er sama hvar á landinu það er. Þá vinnur það að innbyrðis kynningu meðal sjúklinga og aðstandenda þeirra með félagsstarfsemi.

Þá lagði ráðið áherslu á að stuðla að frekari fræðslu um sjúkdóminn og afleiðinga hans á sem breiðustum grundvelli. Félagið vinnur að ráðgjafar- og upplýsingaþjónustu fyrir heilaslagssjúklinga varðandi lifnaðarhætti, réttindi og velferð þeirra.

Allir geta gerst félagar sem eru, sjúklingar, aðstandendur þeirra; stuðningsaðilar svo og læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfar, iðjuþjálfar, talmeinafræðingar, svo og aðrir sérfræðingar á hverju því sviði sem meðhöndla sjúklinga er hafa orðið fyrir framangreindum heilaskaða. Heillaráðið tók mörg mál fyrir, m.a. fjármál, félagsmál slagssjúklinga og ræddi þá einnig húsnæðismál félagsins, hvort það eigi að eiga húsnæði eða leigja. Ráðið lagði til að ríkjandi fyrirkomulag, skrifstofan í Sjálfsbjargarhúsinu og Rauði salurinn væri nú besti kosturinn og taldi heillavænlegast að félagið færi ekki út í húsrekstur eða annan rekstur, eins og önnur sjúklingafélög, en það hefur kostað þau ómælda fjárhags- og félagslega erfiðleika. Þá lagði ráðið til að fræðsludeild félagsins myndi hefja formlegt og skipulegt samstarf við deildir á vegum LSH, s.s. taugasjúkdómadeild B2 og Grensásdeild og lagði einnig áherslu á að svipuðu samstarfi væri komið á við Reykjalund, Kristneshæli FSA o.fl..

Fyrir utan að vera með reglulega fræðslufundi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra, um land allt, er æskilegt ef fulltrúar frá Heilaheill væru tilbúnir að ræða við sjúklinga og aðstandenda þeirra eftir þörfum, t.d. í bráðameðferð eða á endurhæfingarstofnunum. Formaðurinn Þórir Steingrímsson og fræðslufulltrúi Heilaheilla Ingólfur Margeirsson hafa sinnt þessu hlutverki hingað til, en ráðið lagði til að fleiri félagar kæmu að þessu. Þá lagði ráðið til að vakin yrði athygli á starfsemi félagsins á alþjóðlegum “slagdegi” sem er í haust. Síðasti laugardagsfundur félagsins í vor verður 2, júní n.k. og þá verður greint frá reglulegu ferðalagi félagsins í sumar.

 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur