Eins og ykkur er kunnugt um verður Reykjavíkurmaraþon Glitnis næsta laudagardag, þann 18.08.2007, og í tengslum við hlaupið gefst starfsmönnum og viðskiptavinum GLITNIS tækifæri á að “hlaupa til góðs” þ.e. bankinn styrkir góðgerðarfélag að vali viðskiptavinar um 500 kr. á hvern hlaupin km.
Einnig gefst fyrirtækjum og einstaklingum sem ekki geta / kjósa að hlaupa en vilja láta gott af sér leiða tækifæri á að heita ákveðinni upphæð á hlaupara. Heilaheill er lítið félag slagsjúklinga [heilablóðfallsskaðaðra], aðstandenda þeirra og fagfólks. Félagar okkar, þau Guðrún Jónsdóttir [“Glitnishetjan góða”, starfsmaður Glitnis er fékk slag í fyrra og hennar maður Sigurður H Sigurðsson ætla að fara heilt maraþon (42,2 km) til styrktar félaginu, hún í hjólastól og hann á fæti.
Ef þið sem ætlið kannski að taka þátt í hlaupinu og eða eruð ekki þegar ákveðin, þá hvetjum við ykkur að heita á þau eða þann, sem hleypur til styrktar félaginu. Við erum afar þakklát öllum stuðningi og biðjum fólk um að mæta við marklínuna og hvetja okkar stuðningsaðila á lokasprettinum.