Hollvinir Grensásdeildar
Aðalfundur Hollvina Grensásdeildar 2009
Aðalfundur Hollvina Grensásdeildar var haldinn 27. maí 2009 í safnaðarheimili Grensáskirkju. Þórir Steingrímsson, varaformaður, var kosinn fundarstjóri og Sigmar Þór Óttarsson var kosinn ritari fundarins. Gengið var til dagskrár og eftir skýrslu formanns, Gunnars Finnssonar, voru bornar fram fyrirspurnir af fundarmönnum. Guðrún Pétursdóttir, gjaldkeri, fylgdi reikningum félagsins úr hlaði og síðan samþykktir. Nú stjórn var kosin, þau Gunnar Finnsson, Þórir Steingrímsson, Guðrún Pétursdóttir, Þórunn Þórhalldsóttir, Ásgeir B. Ellertsson og Baldvin Jónsson. Þá voru m.a. rædd framtíðarmarkmið félagsins og umræður spunnust um stöðu fatlaðra í samfélaginu.
Var góður rómur gerður að stjórnin hugðist vera meira í samstarfi við ráðuneytin, Sjálfsbjörg og Öryrkjabandalagið í umræðunni um notendastýrða þjónustu. Meðal þeirra er tóku til máls voru Stefán Yngvason sviðsstjóri lækninga, endurhæfingarsviðis Grensásdeildar, Sigrún Knútsdóttir, yfirsjúkraþjálfari Grensásdeildar, Guðrún Pétursdóttir, gjaldkeri Hollvina Grensásdeildar og þá Edda Heiðrún Bachmann, leikkona og leikstjóri. Lögð var mikil áhersla á mikilvægi Grensásdeildar og þess starfs sem þar er unnið. Ræddu fundarmenn um framtíðaráform og nokkur markmið voru sett.
Félag er hefur það að markmiði að standa vörð um þá sérþekkingu er starfsfólk GRENSÁSDEILDAR hefur yfir að búa um endurhæfingu.
Grein 1, Gunnars Finnssonar, formanns Hollvina Grensásdeildar 2009
Grein 2, Gunnars Finnssonar, formanns Hollvina Grensásdeildar 2008