Heilaheill er aðili að SAMTAUG, sem eru Félag MND – sjúklinga; Heilaheill; LAUF – Landssamtök áhugafólks um flogaveiki; MG – félag Íslands; MS – félag Íslands og Parkinsonsamtökin á Íslandi. Fulltrúum þessara samtaka var boðið á ársfund LSH í húsakynnum Ýmis við Skógarhlíð fimmtudaginn 27. apríl s.l.. Kom fram að rekstur Landspítala – háskólasjúkrahúss er umfangsmikill og á árinu 2005 var hann í jafnvægi og skuldir greiddar niður um hálfan milljarð. Ársreikningur LSH er endurskoðaður og staðfestur af Ríkisendurskoðun. Skv. mati Ríkisendurskoðunar er almennt gott lag á fjármálum spítalans.
Sjá myndir af fundinum