
Eins og greint var frá hér á heimasíðunni þá hafði Guðrún Jónsdóttir starfsmaður Glitnis, er fékk heilaslag 18.07.2006, forgöngu með að samsatarfsmenn sínir hlypu til styrktar Heilaeheill í Glitnishlaupinu 19. ágúst s.l.. Þó svo að hún hafi ekki verið búin að jafna sig eftir áfallið, þá mætti hún á staðinn í hjólastól og henni síðan ekið af eginmanni sínum Sigurði H Sigurðssyni 10 kílómetra. Eftir hlaupið var Heilaheillum tilkynnt að tekist hafi að safna nokkrum fjármunum til styrktar félaginu og tók gjaldkeri stjórnar, Bergþóra Annasdóttir, ásamt Ellert Skúlasyni, stjórnarmanni á móti söfnuninni við hátíðlega athfn í Ráðhúsinu. Það hefur áður komið fram að Rekjavíkurmaraþon Glitnis, til styrktar góðra málefna, hófst laugardaginn 19. ágúst 2006, með mikilli þátttöku og voru u.þ.b. 10 þúsunæd manns sem skráðu sig og um 2300 manns skráðu sig í 10 kílómetra hlaupið. Miklar þakkir á fyrirtækið, sem og þeir einstaklingar sem hlupu fyrir félagið.