Þá er nokkuð liðið á fræðsluátak Heilaheilla, f.h. SAMTAUGAR, og Landspítala-háskólasjúkrahúss á taugadeild sjúkrahússins B2 í Fossvogi. Síðasti fræðslufundur var mánudaginn 23.10.2006 og fjallað var um bráðameðferð slag-sjúklinga [heilablóðfalls-sjúklinga]. Þær Jónína H. Hafliðadóttir hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á taugalækningadeild B-2 Fossvogi, Marianne Elisabeth Klinke og Jónína Hallsdóttir, hjúkrunarfræðingar fluttu afar fróðleg erindi um taugalækningadeildina B-2 í Fossvogi, er tekur á móti bráðveikum og innkölluðum einstaklingum með taugasjúkdóma alls staðar að af landinu. Lögð var áhersla á fræðslu og komið var inná hlutverk Heilaheilla í því. Næsti fundur verður dags. 30.10.2006 kl.14:00 á B2, Fossvogi og eru allir félagar, sem og aðstandendur þeirra, hvattir til að mæta og fræðast meira um deildina og sjúkdóminn.