Sem fyrst í hendur læknis!

Þá er nokkuð liðið á fræðsluátak Heilaheilla, f.h. SAMTAUGAR, og Landspítala-háskólasjúkrahúss á taugadeild sjúkrahússins B2 í Fossvogi.  Síðasti fræðslufundur var mánudaginn 23.10.2006 og fjallað var um bráðameðferð slag-sjúklinga [heilablóðfalls-sjúklinga].  Þær Jónína H. Hafliðadóttir hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á taugalækningadeild B-2 Fossvogi, Marianne Elisabeth Klinke og Jónína Hallsdóttir, hjúkrunarfræðingar fluttu afar fróðleg erindi um taugalækningadeildina B-2 í Fossvogi, er tekur á móti bráðveikum og innkölluðum einstaklingum með taugasjúkdóma alls staðar að af landinu.  Lögð var áhersla á fræðslu og komið var inná hlutverk Heilaheilla í því.  Næsti fundur verður dags. 30.10.2006 kl.14:00 á B2, Fossvogi og eru allir félagar, sem og aðstandendur þeirra, hvattir til að mæta og fræðast meira um deildina og sjúkdóminn.

Sjá myndir

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur