Á lokafræðslufundi Heilaheilla [á vegum SAMTAUGAR] og LSH sem haldinn var á B2, Landspítala háskolasjúkrahúsi Fossvogi þann 31.10.2006, var það hlutverki Heilaheilla að kynna félagið. Þarna var fjölmenni og starfsfólk spítalans var áhugasamt um starfsemi þess. Þórir Steingrímsson, formaður, útskýrði uppbyggingu og tilgang þess og lauk svo máli sínu með reynslusögu sem sjúklingur. Þá flutti Bergþóra Annasdóttir hreinskilið erindi sem aðstandandi. Fyrir svörum voru Einar Már Valdimarsson,taugasérfræðingur, Jónína Hafliðadóttir, deildarstjóri, Marianne Klinke og Jónína Hallsdóttir hjúkrunarfræðingar f.h. starfsfólks LSH og Dóróthea Bergs hjúkrunarfræðingur Msc, Aðjúnkt HÍ f.h. Grensásdeildar og var gerður góður rómur að. Á fundinum afhenti formaður Heilaheilla Jónínu Hafliðadóttur, DVD-sjóvarpsmyndefni [Stuðnings-diska] um heilablóðfall, þar sem rætt er við þekkta Íslendinga sem fengið hafa heilablóðfall, aðstandendur, lækna og hjúkrunarlið. Ætlunin er að þeir séu til stuðnings þeim er hafa fengið heilablóðfall og aðstandendum þeirra. Með þessum fundi er lokið fræðsluþætti Heilaheilla samkvæmt undirritaðri yfirlýsingu um samstarf með Landspítala-háskólasjúkrahúss og félaga taugasjúklinga á taugadeild sjúkrahússins B2 í Fossvogi kl.14:00, að viðstöddum Jóni Kristjánssyni, heilbrigðisráðherra. Landspítali – háskólasjúkrahús (LSH) telur það skyldu sína að rækta samband við almenning og ástunda samvinnu og samráð við hagsmunasamtök sjúklinga. Í samstarfi félaga taugasjúklinga eru eftirtalin félög: Félag MND – sjúklinga; Heilaheill; LAUF – Landssamtök áhugafólks um flogaveiki; MG – félag Íslands; MS – félag Íslands og Parkinsonsamtökin á Íslandi. Sameiginlega lýsa þessir aðilar yfir vilja sínum til að eiga samstarf með skipulegum hætti um mál sem varða skjólstæðinga félaganna og tengjast LSH.
Friðhelgisstillingar
Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.
Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.