Áhugavert endurmenntunarnámskeið um heilablóðfall við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands var haldið í þann 6. nóv. 2006. Umsjónarmenn voru þau Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir og Einar M. Valdimarsson, sérfræðingar í heila og taugasjúkdómum, Landspítala háskólasjúkrahúsi, Fossvogi. Árlega fá um 700 Íslendingar einkenni heilablóðfalls og er algengasta orsök fötlunar á Íslandi, næst algengasta dánarorsökin og þriðja algengasta ástæða heilabilunar. Miklar framfarir hafa orðið við greiningu og meðferð heilablóðfalls á síðustu árum, lífslíkur sjúklinga hafa batnað og dregið hefur úr fötlun af völdum sjúkdómsins. Á námskeiðinu verður gefið yfirlit um greiningu og orsakir heilablóðfalls, bráðameðferð og fyrirbyggjandi meðferð. Fjallað var um sérstakar heilablóðfallseiningar og aðkomu hinna ýmsu fagstétta að meðferð þessa sjúklingahóps. Námskeiðið var ætlað öllum heilbrigðisstéttum og þátttaka var góð. Þarna var fagfólk frá nær öllum byggðum landsins, auk þess sem námskeiðið var sent út með fjarfundarbúnaði til Akureyrar og víðar. Þau sem fluttu erindi voru þau Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, Einar M. Valdimarsson, Albert Páll Sigurðsson, sérfræðingar í heila og taugasjúkdómum; Ólafur Kjartansson, röntgenlæknir; Marianne E. Klinke, hjúkrunarfræðingur; Margrét Magnúsdóttir, sjúkraþjálfari; Lillý Sverrisdóttir, iðjuþjálfi; Sigríður Magnúsdóttir, talmeinafræðingur; Sólveig Jónsdóttir, taugasálfræðingur; Sigríður Guðmundsdóttir félagsráðgjafi og Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA undir liðnum “Sjúklingur segir frá”. Í lokin voru nokkrar fyrirspurnir og umsjónarmenn svörðu þeim, auk þess sem þau lögðu áherslu á að koma upp sérhæfðri heilablóðfallseiningu á spítalanum, – það gæti bjargað mannslífum.
Friðhelgisstillingar
Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.
Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.