
Þriðjudaginn 7. nóvember 2006 hélt Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, erindi á kynningarfundi um félagið, þar sem sjúklingar, aðstandendur og fagðilar sátu. Nokkrar fyrirspurnir voru bornar fram og í lok þeirra var Dórótheu Bergs hjúkrunarfræðingi afhent, f.h. Grensásdeildar, DVD-sjóvarpsmyndefni [Stuðnings-diska] um heilablóðfall, þar sem rætt er við þekkta Íslendinga sem fengið hafa heilablóðfall, aðstandendur, lækna og hjúkrunarlið.