Miðvikudaginn 28. nóvember s.l. fóru fulltrúar HEILAHEILLA, Edda Þórarinsdóttir, Ragnar Guðni Axelsson (RAX) og Þórir Steingrímsson, formaður, að Reykjalundi í því skyni að afhenda starfsfólki þar DVD-stuðningsdiska, sem félagið hefur þegar fært taugasjúkdómadeildinni B2 og Grensásdeild, LSH. Myndefnið á þessum dsikum er viðtöl við þá sem hafa fengið heilablóðfall, aðstandendur og fagaðila. Móttökur voru frábærar og það þarf ekkert að tíunda það frábæra starf sem þar er unnið og þann metnað sem starfsfólkið leggur í aðstöðuna.
Frá vinstri, Elísabet Arnardóttir, talmeinafræðingur, Björn Ástmundsson, forstjóri, Edda Þórarinsdóttir, framvarðasveit HEILAHEILLA, Hjördís Jónsdóttir, lækningaforstjóri, Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA og Jón M. Benediktsson, framkvæmdastjóri.