
Fulltrúi HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson formaður, tók þátt í “pallborðsumræðum” í Heilbrigðis og tryggingamálaráðuneytinu 12. desember s.l. sem var ”Samráðsfundur um endurhæfingu”. Þar stjórnaði Guðrún Sigurjónsdóttir, f.h. ráðuneytisins umræðum og fulltrúar sjúklingafélaganna, [þiggjenda] s.s. frá Blindrafélaginu, Hjartavernd, Þroskahjálp, Gigtarfélaginu, Öryrkjabandalaginu, o.fl.. , mættu Þar var hverjum fulltrúa var gefinn kostur á því að koma sjónarmiðum hvers félags fyrir sig á framfæri, þá einnig með skriflegum hætti. Voru bornar fram spurningarí fimm liðum, en áður höfðu þeir Þórir og Albert Páll Sigurðsson, taugasérfræðingur, farið yfir þær og svarað eins og sést hér.