
Starf HEILAHEILLA hefur vakið athygli, þar á meðal alþingismanna, sem og annarra ráðamanna. T.d. var Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, á málþingi félagsins sem haldið var 21. október s.l.. Það var haldið í Súlnasal Hótel Sögu, Radisson SAS, undir heitinu “Áfall, en ekki endirinn!” þar sem sérfræðingar, hver á sínu sviði, læknar, hjúkrunarfræðingar, taugasálfræðingar, sjúkraþjálfarar, talmeinafræðingar, iðjuþjálfarar, félagsráðgjafi héldu afar fróðleg erindi. Komu þeir frá B2 á LSH, Grensási, Reykjalundi og Kristnesi. Hefur ráðherra hvatt félagið og stutt það með rausnanlegu framlagi og á hún bestu þakkir fyrir.