
Fimmtudagsmorguninn 25. janúar kl.07:00 flutti Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla, fyrirlestur um félagið á morgunfundi Rotary-klúbbnum Straumi, á veitingastaðnum Hóteli Víkings, í Hafnarfirði. Drukkið var morgunkaffi, eftir morgunleikfimi og klúbbfélagar sýndu málefninu mikinn áhuga og margar spurningar voru lagðar fram. “Slagkorti” sem og ”Fyrstadagkorti” félagsins var dreift og nokkrir fundarmenn sögðu formanninum frá reynslu sinni af áfallinu.