
Laugardaginn 27. janúar s.l. var haldinn fundur í framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar lsf, sem þau Ragnar Gunnar Þórhallsson, formaður, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, varaformaður, Þórir Steingrímsson, gjaldkeri [form. Heilaheilla], Anna Guðrún Sigurðardóttir, ritari og Herdís Ingvadóttir, meðstjórnandi sátu, ásamt Kolbrúnu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra. Ýmis mál voru rædd og á sér stað mikil endurskoðun á allri starfsemi samtakanna í tengslum við Sjálfsbjargarheimilið, sem hefur staðið sig með sóma. Þá var rætt um húsnæðismál, útgáfumál og vakti formaðurinn m.a. athygli á örorkunefnd forsætisráðuneytis sem hann á sæti í.