Fjölsóttur laugardagsfundur HEILAHEILLA var haldinn 3. febrúar að Hátúni 12 um málefni aðstandenda og tókst vel. Eftir að Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla, flutti sína skýrslu, hélt Jónína Hallsdóttir, hjúkrunarfræðingur, erindi undir yfirskriftinni “Gott er að eiga góða að” og svaraði fyrirspurnum. Margir sýndu málefnum aðstandenda mikinn áhuga og er sjáanlegt var að það verður eitt af verkefnum félagsins á næstunni að fjalla meira um þessi mál. Að loknum kaffiveitingum sem ”Kaffihópurinn” stóð fyrir, las Ragnheiður Steindórsdóttir, leikkona, kvæði eftir ungu kynslóðina við góðar undirtektir fundarmanna. Þá, sem aðstandandi, sagði hún nokkur vel valin orð um félagið. Síðan afhenti formaðurinn Valerie Harris, iðjuþjálfa hjá Sjálfsbjörg, stuðnings DVD-diska Heilaheilla, sem vetti þeim viðtöku með örfáum orðum.