
Menningarsjóður Landsbankans styrkti HEILAHEILL, ásamt 74 öðrum félögum, um eina milljón króna hvert 11.04.2007. Edda Þórarinsdóttir, gjaldkeri félagsins og í framvarðasveit þess, veitti styrknum viðtöku. Málefnin eru öll í þjónustunni Leggðu góðu málefni lið í Einkabanka og Fyrirtækjabanka Landsbankans sem gerir öllum viðskiptavinum Landsbankans kleift að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Heilaheill þakkar Landsbankanum fyrir veittan stuðning, sem kemur félaginu vel.