
Vel sóttur fundur Landssambandsstjórnar Sjálfsbjargar varhaldinn í dag í “Rauða” salnum” að Hátúni 12,Reykjavík og mættu fulltrúar aðildarfélaganna. Fjallað var um skýrslu stjórnarer Ragnar Gunnar Þórhallsson, formaður, flutti og fjárhagsstaða samtakanna varkynnt af Kolbrúnu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra. Heilaheill er aðildarfélag að Sjálfsbjörg oger Þórir Steingrímsson, formaður, gjaldkeri framkvæmdastjórnar. Þá kom Tryggvi Friðjónsson, framkvæmdastjóriSjálfsbjargarheimilisins í heimsókn og kynnti nýjungar í starfi þess. Þá kom Eva Þórdís Ebenezersdóttir frá Ný-ung og sagði frá starfi samtakanna og sýndi nokkrar auglýsingamyndir.