Norðurlandsdeild Heilaheilla var stofnuð formlega mánudaginn 21. maí áfjölsettum fundi í fundarsal Einingar Iðju að Skipagötu 14 á Akureyri. Helstu skipuleggjendur að stofnun deildarinnarhafa verið Ingvar Þóroddsson,endurhæfingarlæknir á FSA, Kristnesi í Eyjafirði, Gunnhildur Hjartardóttir, Ævarr Hjartarson, Páll Jónsson, FinnurMagnússon og Helga Sigfúsdóttur sjúkraþjálfari, FSA. Fundinn sóttu einstaklingar sem hafa orðiðfyrir heilaslagi, aðstandendur, hjúkrunarfólk, annað fagfólk og áhugafólk umheilaslag. Ingvar Þóroddson læknir ræddialmennt um heilaslag og svaraði fyrirspurnum. Þeir Þórir Steingrímsson formaðurHeilaheilla og Ingólfur Margeirsson fræðslufulltrúi samtakanna, sátu báðirfundinn og ávörpuðu fundargesti. NorðurlandsdeildHeilaheilla er fyrsta skref Heilaheilla í þá veru að efla fræðslu umheilsblóðfall og vinna að forvörnum að því lútandi um allt land og efla tengslmilli sjúkling, aðstandenda og fagfólks varðandi heilaslag sem er ört vaxandi sjúkdómur nú á tímum. Um700 einstaklingar á Íslandi fá heilaslag árlega eða um tveir á dag. Heilaheill eru samtök um sjúkdóminn heilaslag(heilablóðfall) og einbeitir sér einkum að velferðar – og hagsmunarmálum þeirrasem hafa orðið fyrir heilaslagi og skaða af völdum þess. Heilaheill leggureinnig áherslu að aðstoða aðstandendur einstaklinga sem orðið hafa fyrirheilaslagi. Samtökin starfa á breiðumgrundvelli, m.a. með félagsstarfsemi og veita fræðslu og upplýsingu umheilaslag. Stjórn Heilaheilla eru fimmeinstaklingar en undir stjórninni vinnur svonefnt Heillaráð sem samanstendur afmörgum deildum og nefndum sem hvert um sig annast ákveðin sérsvið. Í heildmynda Heilaheill víðfem og fjölbreytt samtök. Allir sem vilja fræðast meira um samtökin eða heilaslag er bentá skrifstofu samtakanna að Nóatúni 12, Reykjavík, sími 561 2200. Farsími er8605585.
Sjá fleiri myndir