
Haldinn var aðalfundur Hollvinafélags Grensásdeildar í Grensáskirkju miðvikudaginn 30. júní 2007. Formaðurinn Gunnar Finnsson,rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri hjáalþjóðaflugmálastofnuninni, flutti skýrslu stjórnar sem hægt er að nálgast hér.Til máls tóku Stefán Yngvason, sviðsstjórilækninga, endurhæfingarsviðs Grensásdeildar og þakkaði formanni fyrir góða skýrslu. Vænti hann nokkurs af samstarfi við félagið. Kom fram, undir fyrirspurnum, að tryggingafélagiðSjóvá hafi tekið málaleitan félagsins vel, að vera með í fjarmögnun nýrrar álmuvið Grensásdeild. Við það myndi húsnæðiðstækka töluvert og ber að þakka áhuga þessa tryggingafélags, en það kom líkaundir fyrirspurnum að tryggingafélagið VÍS hafi ekki sýnt þessu málefni félagsinsneinn áhuga, þar sem erindum félagsins hefur ekki verið svarað. Stjórnin var endurkosin, en í henni eru GunnarFinnsson, formaður, Þórir Steingrímsson,rannsóknarlögreglumaður og formaður Heilaheilla, varaformaður, Sveinn Jónsson,endurskoðandi, gjaldkeri, Sigmar Þór Óttarsson, kennari,ritari og AnnaGeirsdóttir, læknir, meðstjórnandi. Varamenn eru Ásgeir Ellertsson, læknir ogBaldvin Jónsson, bifvélavirki.