
Stjórn Glitnissjóðs Heilaheilla hélt sinn fyrsta fund 04.07.2007, en í henni sitja Guðrún Jónsdóttir, Edda Þórarinsdóttir og Þórir Steingrímsson. Kom hún saman að í húskynnum félagsins að Hátúni 12 og fjallaði um fyrstu fjárúthlutun sjóðsins. Var lögð fram tillaga um, er var samþykkt, að hluta af fjármunum sjóðsins væri ætlað að endurnýja tölvu- og tækjabúnað félagsins til að efla frekar fræðslustarf og upplýsingastarfsemi þess.