Framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar þingaði með nefndum og stjórn landssambandsins um helgina og rætt var af alvöru um framtíðina. Séstaklega var rætt um reksturs- og húsnæðismál samtakanna. Þótti fulltrúum nefnda og félaganna kominn tími til að skoða þann möguleika að selja húnæði samtakanna í Hátúninu, þar sem það stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru fyrir hreyfihamlaða. Heilaheill er aðildarfélag að Sjálfsbjörg og þau Kristín Stefánsdóttir og Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla, sátu fyrr hönd félagsins á fundunum. Þórir er jafnframt gjaldkeri framkvæmdastjórnar Sjálfsbjargar, en með honum eru þau Ragnar Gunnar Þórhallsson, formaður, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, varaformaður, Anna Guðrún Sigurðardóttir og Herdís Ingvadóttir. Nánari fréttir er að finna á heimasíðu Sjálfsbjargar.
Sjá myndir af fundunum.