Sjálfsbjörg þingar um Hátúnið

Framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar þingaði með nefndum og stjórn landssambandsins um helgina og rætt var af alvöru um framtíðina.  Séstaklega var rætt um reksturs- og húsnæðismál samtakanna.  Þótti fulltrúum nefnda og félaganna kominn tími til að skoða þann möguleika að selja húnæði samtakanna í Hátúninu, þar sem það stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru fyrir hreyfihamlaða.  Heilaheill er aðildarfélag að Sjálfsbjörg og þau Kristín Stefánsdóttir og Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla, sátu fyrr hönd félagsins á fundunum.  Þórir er jafnframt gjaldkeri framkvæmdastjórnar Sjálfsbjargar, en með honum eru þau Ragnar Gunnar Þórhallsson, formaður, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, varaformaður, Anna Guðrún Sigurðardóttir og Herdís Ingvadóttir.  Nánari fréttir er að finna á heimasíðu Sjálfsbjargar.

Sjá myndir af fundunum.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur