
Það er von félagsins að gera SLAGDAGINN að árlegum viðburði, því markmiðið er að vekja athygli almennings á fyrirbyggjandi þáttum slags. HEILLARÁÐ félagsins lagði áherslu á fræðsluna og með hvaða hætti félagið gæti haft áhrif á stjórnvöld og almenning í þessu sambandi. Ætlunin er að efla „Faðm“, styrktarsjóð félagsins, en í undirbúningi er að halda styrktarhljómleika í SALNUM, Kópavogi, 8. nóvember n.k. í tilefni af honum.