Þann 7. nóvember 2007 sést hvar þeir Þórir Steingrímsson, form. Heilaheilla og Hafsteinn Jóhannesson form. Parkinsonssamtakanna á Íslandi, afhentu ferðastyrk til handa sérfræðingum á Taugadeild Landspítalans B2, í tilefni 40 ára afmælis taugalækningadeildarinnar. Heilaheilla og Parkinsonssamtökin eru aðilar að Samtaug, samráðshópi formanna félaga taugasjúklinga, s.s. Félags MND-sjúklinga, Heilaheilla, Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki, MG-félags Íslands, MS-félags Íslands og Parkinsonssamtakanna á Ísland. Samtaug mun styrkja sjö lækna og hjúkrunarfræðinga til fræðsluferðar en hópurinn mun kynna sér nýjungar í meðferð slagsjúklinga, m.a. þeir sem eru með heilaæðasjúkdóma, blóðtappa í heila eða blæðingar, súrefnisþurrð af einhverju tagi, sem og annarra taugasjúkdóma. Elías Ólafsson, yfirlæknir á taugalækningadeild Landspítala, veitti styrknum móttöku f.h. sérfræðinganna og þakkað veittan stuðning.
Sjá myndir hér.