
Fyrsti fundur HEILAHEILLA á nýju ári var á laugardaginn 5. Janúar s.l. Fjölmennt var að vanda og fór Þórir Steingrímsson, formaður, yfir stöðu félagsins og hvað væri framundan. Þá gerði Albert Páll Sigurðsson, taugalæknir og stjórnaður í HEILAHEILL, grein fyrir ferð sinni og annarra sérfræðinga B2 til Svíþjóðar, sem félagið styrkti. Þá gerði Kristín Stefánsdóttir, í styrktarsjóði Faðms, grein fyrir úthlutunum úr honum á s.l. ári og hvað væri framundan. Þá kom Bergþóra Annasdóttir og flutti fyrirlestur um „Við deilum umhyggjunni“ og var lagður góður rómur að. Það er sýnt að félagið muni beita sér fyrir skipulagi í anda þessa efnis er varðar aðstandendur í framtíðinni. Kaffihópurinn sá til þess að mönnum leið vel á fundinum.