Aðalfundur HEILAHEILLA 2008 var haldinn 22. febrúar s.l. á tveimur stöðum í einu, með fjarfundarbúnaði, í Hringsal Barnaspítalans Hringsins, milli Hringbrautar, Eiríksgötu og Barónsstígs í Reykjavík og í Fundarsal I, FSA á Akureyri.
Eftir skýrslu stjórnar og samþykkt reikninga var kosin stjórn, Þórir Steingrímsson, formaður, Edda Þórarinsdóttir, Albert Páll Sigurðsson, Sigurður H Sigurðsson og Ellert Skúlason meðstjórnendur og í varstjórn voru kosin Kristín Stefánsdóttir og Magnús Pálsson. Bergur Jónsson og Ellert Skúlason voru kosnir skoðunarmenn reikninga og fulltrúar Heilaheilla á þingi Sjálfsbjargar voru kosin Kristín Stefánsdóttir og Birgir Henningsson sem aðalfulltrúar og Bergþóra Annasdóttir, til vara. Eftir að fundarmenn höfðu gætt sér á góðum veitingum, er kaffihópur HEILAHEILLA stóð fyrir, [nema Akureyringar, sem létu sér nægja að horfa á Reykvíkingana næra sig í beinni útsendingu] voru ýmis mál rædd. Meðal annars greindi Gunnar Finnsson, formaður Hollvinafélags Grensásdeildar, frá stöðu mála í samskiptm við einkaaðila og stjórnvöld. Þá greindi Ferðahópur félagsins frá hugmyndum sínum, þ.á.m. að heimsækja Akureyri og Hrísey í sumar. Var því vel tekið af Norðanmönnum og höfðu orð á því að Ingólfur Margeirsson, fræðsllufulltrúi HEILAHEILLA, hellti uppá og tæki á móti ferðamönnum úti í Hrísey.